Dómar

Það heillar mig að geta tjáð mig um það sem ég er að hugsa án þess að nokkur viti af því. En ég veit að allt í kringum mig eru skarpir einstaklingar sem að hafa gaman af því að vera á netinu. Svo að ég ætla að reyna að segja sem mest án þess að gefa til kynna hver ég er. Þannig að ég segi eingöngu frá því sem ég er að hugsa, ekki um fjölskylduna eða vini eða vinnufélaga. Það verður gaman að vita hvernig það gengur.

Núna get ég til dæmis skrifað um ísbjörninn sem var skotinn í gær. En ég veit allsekki hvað mér finnst.  Þegar maður veit ekki allar aðstæður er afskaplega erfitt að dæma. Finnst mér að minnsta kosti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband