Jólagleði eða jólakvíði?

Alveg er það ótrúlegt hvað það getur liðið langur tími milli færslna. En kannski helgast það af því að ég hef svo sem ekkert mikið að segja. Það er svo sem nóg að gerast í heiminum, ekki vantar það. En það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að bæta mikið við það sem sagt hefur verið og skrifað.

Nú styttist í jólin og alla þá gleði, ánægju, sorg og kvíða sem þau geta vakið. Skelfing held ég að það hljóti að vera erfitt að kvíða jólunum og sjá svo marga hlakka til. Og svo er ætlast til að allir hlakki til og komist í jólaskap. Og ef þú ert ekki að missa þig af tilhlökkun yfir jólunum þá er eitthvað að þér. Til að fyrirbyggja allann miskilning þá líkar mér mjög vel við jólin og flest allt sem þeim fylgja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband