Adrenalín

Það getur greinilega liðið langur tími milli færslna hjá mér. Það er eitthvað sem ég gerði mér alveg grein fyrir í upphafi. Ef ég ætla að hafa þetta algjört leyni leyni, þá verð ég að bíða eftir réttum aðstæðum. Að vera á réttum stað á réttum tíma og í réttum félagsskap, þ.e.a.s. mínum eigin. Það er svolítið fyndið að vera að laumast svona, minnir á eitthvað meiri háttar leynimakk. Kannski fær pínu spennufíkill útrás fyrir að laumast svona. Ekki það, minni spennufíkil en mig er erfitt að finna. Ég sæki síst af öllu í að fá í magann af spenningi yfir einhverju. Mér finnst ekki gaman að fá í magann. Það er ekki það að ég njóti ekki þess óvænta, ég komst bara að því fyrir ekki löngu að adrenalín fer ekki vel í mig. Satt að segja líður mér bara illa. Tannlæknirinn minn sagði mér að það væri þekkt að sumir þyldu adrenalín verr en aðrir. Og ég er semsagt sumir en ekki aðrir. Í þessu tilfelli a.m.s.k.HappyMér finnst það ágætt. Mér líkar ljómandi vel við mig eins og ég er. Það er ekki allir sem eru það heppnir. Ég meina að líka vel við sjálfan sig. Það líkar náttúrulega öllum vel við mig. Annað er nú ekki hægt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband