Uppáhalds árstíðin mín er...

Nú er ég búin að uppgötva nýjann tíma sem ég get laumast til að skrifa inn á bloggið mitt. Ha! Morgunstund gefur gull í mund. En hvað þetta er nú yndislegur tími, þá er ég ekki bara að tala um morgnana heldur þessi árstími. Sumarið er ein af fjórum uppáhalds árstíðum mínum. Hinar eru vorið, haustið og veturinn. Mér finnst það sóun ef maður getur ekki notið þeirrar árstíðar sem er hverju sinni. Ég er alltaf að sjá það betur og betur hvað ég er nísk. Ég tími ekki að eiða tímanum í að vera að bíða eftir einhverju. Auðvitað er tilhlökkunin góð tilfinning en ég vil ekki óska þess að þessi eða hinn tíminn sé komin, ég vil njóta biðarinnar líka. Tíminn er svo fljótur að líða, maður verður að grípa hvert andartak og njóta þess. Líka þegar manni leiðist. Það er hægt að njóta þess þegar manni leiðist. Og þá hættir það sem manni fannst svo leiðinlegt að angra mann svo mikið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband