Sumarfrí og komment

Einn gallinn við svona leyniblogg er sá að enginn sem ég þekki veit af þessu bloggi. Að sjálfsögðu, annars væri það ekki leyni leyni. En ef enginn veit af þessu þá er líklega enginn sem les þetta. Sem getur bæði verið kostur og galli. Er ég að þessu til að fá viðbrögð eða er ég bara að láta gamminn geysa? Þar liggur efinn. Ég verð að játa að ég athuga altaf hvort einhver hafi kommentað hjá mér. Eða skrifað í gestabók. en ef enginn les, þá kommentar enginn. Þá get ég líka skrifað hvað sem er. Ósköp getur maður gert einfaldann hlut flókinn.

En nú er komið að hinu margrómaða sumarfríi. Víst er ósköp gott að fara í frí. En samt sem áður, mér finnst svo gaman í vinnunni að ég hlakka ekki eins mikið til sumarfrísins eins og kannski ætti að vera. Ég veit, ég er skrítin skrúfa. Og bara ánægð með það.Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband