6.8.2008 | 07:48
Áskorun
Ég á vin!! Ósköp er skrítið (og skemmtilegt) að vera svona óþekkt en eignast samt vin(i). ástæðan fyrir því að ég byrjaði á þessu bloggi var og er sú að mig langar til að láta gamminn geysa og viðra skoðanir mínar á öllu og engu. En svo kemst ég að því að ég veit ekki á hverju ég hef skoðun. Mikið skelfing er þetta erfið uppgötvun. En kannski helgast þetta skðunarleysi mitt af því að ég laumast til að blogga of vil ekki að neinn sem ég þekki viti af því og þess vegna er takmarkað hvenær ég kemst í að blogga. Og auðvitað rétt á meðan ég er að tjá mig á lyklaborðið hef ég ekki hugmynd um hvað ég að að hafa skoðun á. Nú heiti ég á mig og þá sem lesa þetta að koma með eitthvað málefni sem ég get haft skoðun á. Þetta var sniðugt hjá mér, nú velti ég þessu á undann mér. En, semsagt, um hvað á ég að tjá mig?
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
...hvaða skoðun hefur þú á konu sem á við það vandamál að stríða að vera glasafíkill. Má varla ganga fram hjá glösum í búð..öðru vísi en að snerta..kaupa....og svo jafnvel ekki drekka úr þeim í marga daga. Bara að að eiga!
Inga María, 8.8.2008 kl. 13:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.