Fíklar og fíkn

Ég fékk eina fyrirspurn og sú var um hvaða skoðun ég hefði á glasafíklum, þ.e.a.s. konu sem ekki stenst þessi fögru ílát sem bjóða upp á svo marga möguleika. Að geta ekki gengið fram hjá glösum í búð án þess að horfa, snerta og jafnvel kaupa. Hvað er fíkn annars? Er það fíkn að gleðjast yfir því að horfa á og snerta það sem manni finnst fallegt? Hér geng ég út frá því að þessarri góðu konu finnist glösin falleg. Þegar ég fer að hugsa um glös sem mér finnast falleg þá sé ég fyrir mér glas úr nokkuð þykku grænleitu handunnu gleri, eða fallega og fínlega skorin vínglös á fæti.... Víst er hægt að una sér lengi við falleg glös. Og það að eiga falleg glös er bara hið besta mál. Finnst mér. Sem sagt, gott. En svo er önnur hlið á þessu máli. Ef þessu fylgir ekki nautnin við að horfa á, handleika og eiga fallega hluti heldur ef til vill óseðjandi nagandi löngunn í meira, þá er þetta ekki gott. Hvað er fíkn? Er fíkn jákvæð eða neikvæð? Mín tilfinning fyrir orðinu fíkn er neikvæð. Þeir sem eru haldnir fíkn eru fíklar. Annað orð sem ég hef neikvæða tilfinningu fyrir. Svo að getur fíkn verið góð? Nú þarf ég að hugsa mig betur um. Hafið þið skoðun á þessu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband