8.8.2008 | 19:44
Gay-Pride
Mér datt allt í einu í hug... á morgun er Gay-Pride gangan með öllu sem því fylgir. Hvaða skoðun hef ég á því? Ég verð að játa að ég hef aldrei farið á gönguna aðeins séð það sem sjónvarpið sýnir okkur. Mér finnst þetta glæsilegt. Hópur af fólki sem á það eitt sameiginlegt... nú ætlaði ég að skrifa að þau væru hrifnari af sínu kyni en gagnstæðu kyni en það er ekki rétt held ég. Eitthvað af þeim líkar jafnvel við bæði kyn, bæði sem rúmfélaga og andlega félaga. Er það ekki rétt. Ég verð að játa að ég þekki ekkert svo vel til þessa máls, ég hef ekki kynnt mér það sérstaklega. Kannski vegna þess að mér finnst þessir einstaklingar rétt eins og aðrir einstaklingar eiga rétt á að líka vel eða illa við aðra, elska sitt kyn eða hitt kynið eða hvort tveggja. Ég get ekki sagt að það komi mér við. Ég óska þess aðeins að sem flestum líki vel við sjálfa sig eins og þeir eru OG taki það til tillit til annarra að vera ekki að troða sínum skoðunum og áliti upp á aðra.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
..hvar kaupi ég þessi grænleitu fallegu glös....sem þú talar um. Ég er augsýnilega fíkill..því mér nægir að eiga þau..ekkert endilega að drekka úr þeim
Inga María, 10.8.2008 kl. 19:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.