Fordómar?

Loksins get ég sest við aftur og skrifað hugrenningar mínar. Ég var að lesa Séð og heyrt um daginn og þar var umfjöllunn um fyrsta samkynhneigða parið sem gifti sig. Tvær myndarlegar stúlkur. Mér finnst samkynhneigð vera ósköp eðlilegur hlutur en það er greinilegt að ég er enn óvön því að sjá aðila af sama kyni vera svona ástfangna og láta vel hvort að öðru. Skrítið hvað óvaninn gerir man óöruggann. Og fyrst að ég sem gef mig út fyrir að vera fordómalaus gagnvart kynhneigð annarra sem lengi sem hún beinist að aðilum sem eru samþykkir (þá meina ég að kynhneigðin beinist ekki að börnum, dýrum og þeim sem ekki geta tjáð vilja sinn) finnst skrýtið að sjá fólk af sama kyni svona náið þá er ekki skrýtið að þeir sem eru fordómafullir eigi erfitt með að gúddera það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband