Þetta er skítt

Eitthvað eru nú færslur stopular hjá mér núna. Ég bara finn ekki hjá mér þörf til að tjá mig mikið. Kannski er það vegna þess að allir virðast þurfa að tjá sig um kreppu, hrun og fleira miður skemmtilegt. Ekki ég. Þetta er skítt en aðrir hafa sagt allt sem ég hef um málið að segja svo að ég segi bara pass á það.

En aftur að öðru og skemmtilegra (finnst mér í það minnsta) Veturinn er kominn í öllu sínu veldi. Snjór og frost. Sem er bara ágætt að morgu leyti. Að vísu verð ég að játa það að ég er stödd þar á landinu sem veturinn er kannski hvað vægastur. Fyrir vestan til að mynda er veturinn meira afgerandi en hér. Hérna eru litlar líkur á snjóflóðum og sjaldan kemur fyrir að nokkuð fari á kaf í snjó nema ef til vill stöku ferðagrill sem gleymst hefur úti á palli. Það er sjaldan harður vetur á höfuðborgarsvæðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband