15.9.2008 | 07:48
Merkilegt málefni
Ég var með svo góða hugmynd um hvað ég ætti að blogga. Þetta var málefni sem ég hef brennandi áhuga á og eitthvað sem ég vissi að myndi vekja menn til umhugsunar og vekja upp umræður sem örugglega hefðu lifað lengi lengi ef ekki kæmi uppá eitthvað svakalegt eins og Suðurlandsskjálfti eða olympíusilfur. En, eind og svo alltof oft gleymdi ég alveg hvað þetta brýna og merkilega mál er.Svo í stað þess að skrifa merkilegt blogg sem lengi yrði vitnað í, þá kemur þessi endaleysa um akkúrat ekki neitt!
En annars er lífið bara ljúft, haustlitirnir farnir að gera trén litríkari. Fyndið, pælið í því ef hárið á fólki yrði marglitt og skærlitt og dytti síðan af. Bara smá pæling.
1.9.2008 | 07:43
Hraðspólað??
26.8.2008 | 07:45
Árstíðaskipti
Það er nefnilega það. Sumarið að enda og haustið að taka við. Mikið skelfing er ég ánægð með að hlutirnir breytast dálítið en eru ekki alltaf eins. Fyrir mína parta myndi ég ekki vilja hafa sumar allann ársins hring. Maður nýtur vorsins og sumarsins enn betur þegar maður er búinn að upplifa haust og vetur. Og svo er ekkert mál að njóta hausts og veturs. Þetta eru allt yndislegar árstíðir. En það er svolítið spes að sjá hvað kvefið og hálsbólgan eru fljót á stjá þegar fer að kólna. Hitastigið fer niður fyrir 10 gráður og allir komnir með kvef. Hvernig stendur á því? Ég hef örugglega lesið eða heyrt einhverja skýringu á því en glætan að ég muni það.
Að lokum, mikið rækalli stóðu strákarnir sig vel í Kína. Húrra fyrir þeim!!!
21.8.2008 | 07:47
Þreyta
18.8.2008 | 07:50
Fordómar?
Loksins get ég sest við aftur og skrifað hugrenningar mínar. Ég var að lesa Séð og heyrt um daginn og þar var umfjöllunn um fyrsta samkynhneigða parið sem gifti sig. Tvær myndarlegar stúlkur. Mér finnst samkynhneigð vera ósköp eðlilegur hlutur en það er greinilegt að ég er enn óvön því að sjá aðila af sama kyni vera svona ástfangna og láta vel hvort að öðru. Skrítið hvað óvaninn gerir man óöruggann. Og fyrst að ég sem gef mig út fyrir að vera fordómalaus gagnvart kynhneigð annarra sem lengi sem hún beinist að aðilum sem eru samþykkir (þá meina ég að kynhneigðin beinist ekki að börnum, dýrum og þeim sem ekki geta tjáð vilja sinn) finnst skrýtið að sjá fólk af sama kyni svona náið þá er ekki skrýtið að þeir sem eru fordómafullir eigi erfitt með að gúddera það.
8.8.2008 | 19:44
Gay-Pride
8.8.2008 | 19:24
Fíklar og fíkn
Ég fékk eina fyrirspurn og sú var um hvaða skoðun ég hefði á glasafíklum, þ.e.a.s. konu sem ekki stenst þessi fögru ílát sem bjóða upp á svo marga möguleika. Að geta ekki gengið fram hjá glösum í búð án þess að horfa, snerta og jafnvel kaupa. Hvað er fíkn annars? Er það fíkn að gleðjast yfir því að horfa á og snerta það sem manni finnst fallegt? Hér geng ég út frá því að þessarri góðu konu finnist glösin falleg. Þegar ég fer að hugsa um glös sem mér finnast falleg þá sé ég fyrir mér glas úr nokkuð þykku grænleitu handunnu gleri, eða fallega og fínlega skorin vínglös á fæti.... Víst er hægt að una sér lengi við falleg glös. Og það að eiga falleg glös er bara hið besta mál. Finnst mér. Sem sagt, gott. En svo er önnur hlið á þessu máli. Ef þessu fylgir ekki nautnin við að horfa á, handleika og eiga fallega hluti heldur ef til vill óseðjandi nagandi löngunn í meira, þá er þetta ekki gott. Hvað er fíkn? Er fíkn jákvæð eða neikvæð? Mín tilfinning fyrir orðinu fíkn er neikvæð. Þeir sem eru haldnir fíkn eru fíklar. Annað orð sem ég hef neikvæða tilfinningu fyrir. Svo að getur fíkn verið góð? Nú þarf ég að hugsa mig betur um. Hafið þið skoðun á þessu?
6.8.2008 | 07:48
Áskorun
5.8.2008 | 07:46
ÉG ER KOMIN AFTUR!!!!!!!!
Ég er komin aftur!!! Og ég veit að enginn hefur saknað mín því að enginn veit af mér hér og enginn les bloggin mín!! En það skiptir ekki höfuðmáli því að ég veit að ég er komin aftur! Og það er það sem skiptir máli. Er það ekki annars? Er ég ekki mikilvægust í mínu lífi? Auðvitað á maður ekki að segja svona (held ég) því að auðvitað eiga allir aðrir að ganga fyrir. En ef ég er ekki mikilvægust í mínu lífi hvernig get ég þá lifað því? Og ef mér líkar ekki vel við sjálfa mig, hvernig get ég þá lifað með mér? Tuttuguogfjóra tíma á sólarhring, sjö daga vikunnar, tólf mánuði á ári. Hugsið ykkur ef þið þyrftuð að eiða svo miklum tíma með einhverjum sem þið þylduð ekki. Vá!! En hvað ég er heppin að vera svona skemmtileg, góð, indæl, gáfuð og vel gerð.
27.6.2008 | 07:53
Sumarfrí og komment
Einn gallinn við svona leyniblogg er sá að enginn sem ég þekki veit af þessu bloggi. Að sjálfsögðu, annars væri það ekki leyni leyni. En ef enginn veit af þessu þá er líklega enginn sem les þetta. Sem getur bæði verið kostur og galli. Er ég að þessu til að fá viðbrögð eða er ég bara að láta gamminn geysa? Þar liggur efinn. Ég verð að játa að ég athuga altaf hvort einhver hafi kommentað hjá mér. Eða skrifað í gestabók. en ef enginn les, þá kommentar enginn. Þá get ég líka skrifað hvað sem er. Ósköp getur maður gert einfaldann hlut flókinn.
En nú er komið að hinu margrómaða sumarfríi. Víst er ósköp gott að fara í frí. En samt sem áður, mér finnst svo gaman í vinnunni að ég hlakka ekki eins mikið til sumarfrísins eins og kannski ætti að vera. Ég veit, ég er skrítin skrúfa. Og bara ánægð með það.